Tilboðsverð fyrir fasteignamyndir

Hér smellum við algengri þjónustu í tilboðspakka og sýnum öll verð með skatti.

Verðskráin okkar*

Svo gerum við að sjálfsögðu tilboð í stærri verk!

Íbúðir – (innimyndir, svalir og pallar)
14.000 kr.
Sérbýli – (innimyndir, svalir og pallar)
18.000 kr.
Útimyndir
5.500 kr.
Loftmyndir (Dróna)
13.500 kr.
360°/3D Myndataka (allt að 200 fm)
27.500 kr.
Arkitektúr- og hönnunarmyndir
Tilboð
Skip, Bátar, Bílar og Flugvélar
Tilboð
Tímaskeið (Framkvæmdamyndir)
Tilboð
Veitingastaðir og fyrirtæki
Tilboð
Gólfvellir
Tilboð
Hótelherbergi
10.500 kr.
Akstursgjald per ekinn kílómetra (utan höfuðborgarsvæðis)
120 kr.
Afhenda allar myndir í hámarksupplausn (8256 x 5504 punktar HDR)
2.000 kr.
* Öll verð innihalda virðisaukaskatt

Algengar spurningar og ítarefni

Þarf ég að undirbúa myndatökuna eitthvað?

Já, því betur sem þú undirbýrð myndatökun því betri verða myndirnar og því fljótari erum við að vinna verkið. Það borgar sig að undirbúa myndatökur vel og til að aðstoða höfum við búið til ítarlegar leiðbeiningar fyrir undirbúninginn.

Hvenær eru myndirnar tilbúnar og hvernig fæ ég þær afhentar?

Við skilum öllum myndum innan sólarhrings. Þeim er skilað í upplausn sem flestir fasteignavefir hér styðja sem hámarksupplausn (2.500 punktar á lengri hlið).  Myndirnar eru afhentar með tengli í tölvupósti sem vísar á Drop Box drif. Þar eru myndarnar geymir myndarnir í amk. 90 daga. 

Sé beðið um það fyrir eða við myndatöku er hæǵt að fá allar myndir afhentar í hámarksupplausn (8256 x 5504 punktar HDR) gegn vægu gjaldi.

Geymið þið myndirnar lengi?

Nei, vanalega ábyrgjumst við ekki geymslu á myndum eftir afhendingu en það er sjálfsagt að afhenda öll frumrit, og þá í hámarksupplausn, gegn vægu gjaldi (2.000 kr.).

Hvað gerist ef ég afbóka ljósmyndun?

Alls ekkert. Öllum er sjálfsagt að afbóka myndatöku, sér í lagi ef það er gert með nokkrum fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt á að rukka fyrir akstur ef við erum komin á staðinn þegar afbókunin berst.

Leggið þið á akstursgjald?

Já, við leggjum hóflegt akstursgjald ofan á öll verð þegar þjónusta er veitt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Gjaldið er 120 kr. á ekinn kílómetra.
Þannig bætast við, sem dæmi, 10.600 kr. þegar teknar eru myndir upp í Grímsnesi og 9.500 kr. þegar teknar eru myndir í Borgarnesi eða á Akranesi.  Lengt aksturs miðast fjarlægð út fyrir borgarmörkin eða okkar almenna þjónustusvæði.

Er hægt að fá myndirnar í prentupplausn?

Já, það er sjálfsagt. Endilega gætið þess að biðja um myndirnar í prentupplausn fyrir myndatöku. Við tökum allar myndir 8k upplausn (8256 x 5504 pixlar) og í HDR útgáfu. Þannig gætum við þess að við eigum alltaf frumútgáfur í hæstu mögulegum gæðum.

Endurgreiðið þið myndatöku?

Það er sjálfsagt. Viðskiptavinir okkar þurfa ekki að borga, eða fá endurgreitt, ef gæði myndanna sem við skilum af okkur er þannig að þær eru ekkert nýttar og annar fagljósmyndari er fenginn til verksins

Viltu frekari upplýsingar?

Endilega hafðu þá samband í tölvupósti eða í síma 8964896.